Nýr eðalvagn í vörubílaflotann í Grindavík

untitledFeðgar hér í Grindavík hafa skrifað undyr samning á kaupum á Volvo FL 611 98 árg 4x2 210 hö 5480cc slagrýmis vörubíl og mun nýi bílinn að bætast í flotann hjá þeim um mánaðarmótin nóv/des en þá verður bílinn búinn að fara í gegnum stranga skoðun hjá skoðunarstöð KP & JG í Grindavík þar sem hann fær nýjar merkingar og verður standsettur í þau verkefni sem hann mun verða notaður í. Það liggur ekki ljóst fyrir hvaða verkefni nýi bílinn mun fara í en það mun tíminn leiða í ljós það eru alltaf not fyrir góða og trausta bíla framundan er td miklir flutningar á heimaslátruðu kjeti sem þarf að komast fljótt og örugglega til kaupanda hér í kring. Verð á bílnum verður ekki gefið upp en það er trúnaðarmál milli kaupanda og seljanda. Ekki hefur verið gefið upp hver verður bílstjóri á nýja bílnum en ætla má að JG muni keyra honum til að  byrja með. Þess má til gamans géta að öllum háþrýstislongum verður skipt út í bílnum en það verður að sjálfsögðu gert í Vélsmiðju Grindavíkur af sönnum fagmönnum en í þennan bíl mun bara verða notaðar 2 víra 1/2" og 2 víra 3/8 slongur.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband